Sumarnámskeið fyrir 9-12 ára
Tóney stendur fyrir tónsmiðjum að sumri. Kennt er í húsnæði Tóneyjar, Síðumúla 8, 108 ReykjvavÌk, efri hæð.
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri og reynslu. Hámarks þátttakendafjöldi er 20 nemendur í hvorn aldurshóp en þeim er síðan skipt í smærri hópa sem vinna sjálfstæð tónverk. Kennarar eru allir starfandi tónlistarmenn með mikla kennslureynslu.
Á sumarnámskeiðinu eru samin margvísleg tónverk og fjölbreyttum aðferðum er beitt við tónsmíðarnar, ólíkar stefnur og stílar. Þátttakendur semja, æfa og flytja tónverkin sjálfir. Fjölbreytt úrval hljóðfæra er í Tóney en æskilegt að þeir sem æfa hljóðfæraleik komi einnig með sín hljóðfæri. Unnið er stórt hópverk og í minni hópum/hljómsveitum. Öll tónverk eru hljóðrituð og úrval verka gefið út á geisladiski í lok námskeiðs. Námskeiðinu lýkur með tónleikum.
Námskeiðstímabil
- TÓNSMIÐJA 07.-20. ágúst, kl. 09.00 - 12.00, 9 - 12 ára
SKRÁNING
Enn er tekið við skráningum á námskeiðið í ágúst, smellið hér fyrir skráningu. Upplýsingar eru veittar í síma: 551 3888 eða með tölvupósti.
Námskeiðsgjald er kr. 20.000 fyrir námskeiðið (10 virkir dagar). Veittur er 10% systkinaafsláttur.