Velkomin á Tóney

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Starfsemi

Tónlist

Á Tóney er unnið að tónlist á breiðum grunni, í formi námskeiða, fyrirlestra, hóp- og einkakennslu. Áhersla er lögð á hljóðfæraleik, söng og almenna tónlistarþjálfun, auk tækni- og fræðipælinga, tónsmiðju og margvíslegra verkefna tengdum tónlist. Starfið er mótað í þremr önnum; haust- og vorönn með flest námskeið í boði en einnig sumarönn þar sem lögð sérstök áhersla á styttri námskeið og vinnustofur. Klassík-, jazz-, heims- og tilraunatónlist eiga samastað á Tóney en gert er ráð fyrir þátttakendum á öllum aldri.

 

Samstarf við tónlistarskóla og aðra sérskóla

Tóney vinnur í nánu samstarfi við tónlistarskólana á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni við að auka möguleika í tónsköpun, hljóðfæraleik og tónlist almennt. Námskeið eru ýmist haldin í viðkomandi skólum eða á Tóney, Síðumúla 8, Reykjavík. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu vegna nánari útfærslu.

 

Leikskólar

Boðið er upp á tónlistarnámskeið fyrir leikskólabörn. Annarsvegar er um að ræða tónleika sem fara fram í leikskólum og taka 30-40 mínútur í flutningi og miðast við eina heimsókn flytjenda með virkri þátttöku áheyrenda.

Hinsvegar eru skapandi tónsmíðaverkefni sem spanna 3 - 10 vikna tímabil þar sem börnin vinna úr ákveðnum hljóðheimi, æfa lög, leysa verkefni eða búa til sín egin tónverk. Leiðbeinandi heimsækir börnin reglulega og endar verkefnið með tónleikum og/eða útgáfu geisladisks.  Öll nánari útfærsla er í samráði leiðbeinanda og viðkomandi leikskóla. 

Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , eða í síma 551 3888.

 

Grunnskólar

Samstarf Tóneyjar og grunnskóla

Frá Tóney eru þróuð námskeið sem fara fram í grunnskólum í samstarfi við skólastjórnendur og kennara grunnskólanna. Þetta eru námskeið sem koma beint inn í tónmenntakennslu hvers skóla, sjálfstæðar einingar tvinnaðar inn í stundatöflu skóla og unnar af fagfólki í tónlist. Námskrá grunnskóla er höfð til hliðsjónar.

Hver leiðbeinandi setur sinn ramma og eru markmiðin mismunandi; "Skapandi tónlistarnám" þar sem þátttakendur nálgast tónlistina fyrst og fremst í gegnum sköpun sinna eigin tónsmíða, tónlist og myndlist, taktur og tónlist, söngur og leikur og margt fleira. Hvert námskeið spannar nokkrar vikur og lýkur yfirleitt með tónleikum og/eða hljóðriti á geisladiski.

Leiðbeinendur Tóneyjar vinna alla jafna í nokkrum skólum í einu en kennarar fara á milli skólanna með sín einstöku námskeið. Þannig fær sérþekking fagfólks notið sín og auðgar það starf sem fyrir er, í nánu samstarfi við hvern skóla og þarfir hans. Áhersla skal lögð á að hér er um þróunarverkefni að ræða og því opið fyrir allri umræðu.

skólaslit Sæmundarskóla

Leiðbeinendur eru færustu hljóðfæraleikarar, sérmenntaðir tónmenntakennarar og fólk með mikla reynslu af tónlistarstarfi með börnum. Ábyrgðamaður verkefnisins er Guðni Franzson en hann, eins og margir aðrir kennaranna er með opinber grunnskólakennararéttindi.

Tóney sér nú m.a. um tónmenntakennslu fyrir Sæmundarskóla, Fellaskóla og Hagaskóla auk þess að hafa komið að kennslu í Langholtsskóla,  Korpuskóla, Norðlingaskóla, Tjarnarskóla og víðar.

Fyrir utan tónmenntakennsluna hefur Tóney boðið upp á hljóðfæranámskeið í nokkrum grunnskólum, t.d. Sæmundarskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar og fl. skólum. Þarna er um 12 vikna námskeið að ræða þar sem kennt er í litlum hópum, 3 - 6 í hópi, grunnatriði í rytmiskum hljóðfæraleik og forskólanámskeið. Þessi námskeið eru styrkhæf frá Frístundakorti Reykjavíkurborgar.

Leiðbeinendur Tóneyjar hafa enn fremur komið að útfærslu "Músíkalsks pars" í Fellaskóla en þar er um samstarfsverkefni Tónlistarskóla Fíh og Fellaskóla að ræða. Þegar verkefnið hófst voru 2 - 3 nemendur að læra á hljóðfæri í skólanum en nú taka á þriðja hundrað nemendur Fellaskóla þátt í tónlistarþjálfun á einn eða annan hátt.

tónleikar í Fellaskóla

 

Framhaldsskólar

Tóney býður upp á margvísleg námskeið ætluð nemendum framhaldsskóla. Námskeiðin eru í fjórum megin flokkum:

Tónsmíðar; grunnatriði og úrvinnsla
Tækni tónlistar; tölvur og forrit
Tónlistarsaga; stefnur og straumar
"Opin eyru"; Meðvituð, fljölbreytt hlustun

Leiðbeinendur eru færasta tónlistarfólk, tónskáld og tónfræðingar sem koma til móts við óskir hvers skóla eða hóps nemenda.

 

Tónlistarskólar

Samstarf við tónlistar-, myndlistar- og aðra sérskóla
Tóneyjarhugmyndin hefur fallið í frjóan jarðveg hjá fagfólki í tónlist. Stjórnendur tónlistarskólanna hafa tekið henni vel og sýnt áhuga á að senda nemendur og kennara á sérstök námskeið sem raunhæfar er að halda á einum stað, frekar en í hverjum skóla fyrir sig. Nokkur slík námskeið hafa verið haldin og lukkast vel og verða þróuð áfram.  Einnig vann Tóney með Myndlistaskólanum í Reykjavík að verkefni Myndlist-tónlist og er gert ráð fyrir frekari þróun á því sviði.

Samstarf við tónlistarskóla á landsbyggðinni
Hugmynd um þróun nk. fjarkennslu er einn grunnþátturinn í starfi Tóneyjar. Sérkennarar, reyndir hljóðfæraleikarar eða fagmenn heimsækja ákveðin byggðalög í nokkra daga, 2 - 4 sinnum á ári. Þar vinna þeir með staðarkennurum að uppbyggingu námsefnis sem síðan er fylgt eftir af heimamönnum. Sérkennarinn kemur svo aftur og metur stöðu einstakra nemenda og leggur til hvað vinna skuli næsta misserið. Þegar sérkennari hefur farið í nokkur byggðalög er kominn grundvöllur fyrir hóptíma (t.d. langri helgi á Tóney). Þannig má leysa vanda þeirra byggða sem hafa t.d. misst fagkennara eftir langa búsetu og skilið eftir lengra komna nemendur. Einnig má fylla skörð í hljóðfærakennslu sem annars þyrfti að ráða til kennara í heils árs starf. Þetta fyrirkomulag auðveldar nemendum af landsbyggðinni að koma til höfuðborgarinnar til frekara framhaldsnáms.

 


Frístundakortið

Tóney er aðili að frístundakorti Reykjavíkurborgar
Borði