Velkomin á Tóney

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð

Guðni Franzson - Tóneyjarjarl

Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Gudni Franzson lauk einleikaraprófi á klarinettu og prófi frá tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1984. Fór síðan til Hollands og stundaði framhaldsnám í klarínettuleik hjá George Pieterson, Walter Boeykens og Harry Sparnaay, til þess hlaut hann m.a. styrki frá Hollenska menntamálaráðuneytinu og hinum danska Léonie Sonning sjóði. Guðni hefur komið fram sem einleikari í mörgum löndum Evrópu, Brazilíu, Canada, Japan og í fyrrum Sovétríkjum, hljóðritað fjölda geisladiska með nýrrir og klassískri tónlist jafnframt því að leika og hljóðrita þjóðlega tónlist með Rússíbönum.

Guðni var einn af stofnendum CAPUT árið 1987 en hópurinn er meðal virtustu flytjenda nýrrar tónlistar í Evrópu, hefur hljóðritað á annan tug geisladiska og leikið á mörgum virtustu tónlistarhátíðum veraldar.  Sjá nánar á heimasíðu Caput

Samhliða hljóðfæraleiknum vinnur Guðni sem tónsmiður og stjórnandi. Hann hefur samið tónlist fyrir fjölda dans-verka, leiksýninga, kammerverk, músík fyrir börn og tónverk fyrir framandi hljóðfæri. Hann hefur tekið virkan þátt í danssýningum með Pars Pro Toto og Íslenska dansflokknum og í leikhúsinu hefur hann m.a. leikið Títlu Bjarts í Sumarhúsum á fjölum Þjóðleikhússins.  Vorið 2009 hlaut Guðni Grímuverðlaunin fyrir tónlistina við leikverkið Steinar í Djúpinu, í uppsetningu Lab Loka og Hafnarfjarðarleikhússins.

Guðni stýrir gjarnan CAPUT á tónleikum og við hljóðritun auk þess að stjórna einstaka sinnum Sinfóníuhljómsveit Íslands  og hljómsveitum, s.s. Sinfóníuhljómsveitum Vaasa og Pori í Finnlandi, auk margvíslegra kammerhópa.  Hann stjórnaði frumflutningi á nýrri óperu e. Karólínu Eiríksdóttur, Skuggaleik, hjá Íslensku óperunni og nokkrum sýningum á Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu vorið 2012.  Guðni er tónlistarstjóri Caput - Sýrland Session Ensemble, nýs verkefnis um hljóðritun tónlistar fyrir kvkmyndir, sjónvarp og tónlistarútgáfu, í samvinnu við Stúdó Sýrland

Tóney er vettvangur fyrir tónlist og hreyfingu sem Guðni starfrækir nú með hópi valinkunnra listamanna að Síðumúla 8 í Reykjavík.

 

Frístundakortið

Tóney er aðili að frístundakorti Reykjavíkurborgar
Borði