Velkomin á Tóney

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Velkomin á Tóney

Á Tóney er boðið uppá hljóðfæranám í hóp og einkatímum.

Tóney sér um tónmennta- og hljóðfærakennslu í nokkrum grunnskólum ReykjavÌkur, vinnur verkefni með leikskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum auk þess að standa fyrir margvíslegum námskeiðum í tónlist.

Markmið Tóneyjar er að vera vettvangur fyrir skapandi tónlist, tónmennt og hreyfingu.

Á Tóneyjarmiðum mætast ólíkir straumar og tónlistarstefnur.

Kennarar Tóneyjar eru hver á sínu sérsviði; atvinnu tónlistarmenn og/eða menntaðir kennarar, smelltu hér til að sjá hvernir kenna á Tóney.

Á Tóney er boðið upp á fjölbreytt hljóðfæranám: píanó, gítar, bassi, trommur, strengjahljóðfæri, blásturshljóðfæri, harmonika, sekkjapípa, tinflauta, didgeridu og önnur framandi sem hefðbundin hljóðfæri.

Á Tóney bjóðum við upp á fjölbreytt námskeið í tónfræðum og tónlistarforritum, auk tónsmiðju.

Sjá úrval námskeiða og verð hér fyrir ofan undir flipanum Námskeið.

Kennsla fer ýmist fram í litlum hópum eða í einkatímum.

Lengd námskeiða er misjöfn; einkatímar og hópnámskeið í hljóðfæraleik spanna að jafnaði 12 vikur.

Áhugasamir geta fyllt út skráningarform, fengið nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , eða hringt í síma 551 3888. Tóney er aðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar.

Tóney er með aðsetur að Síðumúla 8, 108 Reykjavík, efri hæð.

Þar eru einnig Tónheimar - einstakur hljómborðsskóli, með aðsetur.

 

Skráning á vorönn 2022 er hafin

Nú er skráning hafin fyrir vorönn 2022. Skráning í nám á Tóney.

Kennsla hefst í september.

Skráningar í nám á vegum Tóneyjar í grunnskólum fara einnig í gegnum viðkomandi grunnskóla.

Tóney bíður upp á hljóðfæranámskeið í eftirtöldum grunnskólum á vorönn; Sæmundarskóla, Breiðagerðisskóla og Hagaskóla.

Áherslan er á rytmíska hljóðfærakennslu (gítar, bassa, trommur og hljómborð) og er kennt í litlum hópum 3-5 þátttakendur.

Upplýsingar um námskeið Tóneyjar má finna undir flipanum Námskeið hér að ofan. Eins má senda fyrirspurnir á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

Frístundakortið

Tóney er aðili að frístundakorti Reykjavíkurborgar
Borði