Velkomin á Tóney

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð

Tónlistarskólar

Samstarf við tónlistar-, myndlistar- og aðra sérskóla
Tóneyjarhugmyndin hefur fallið í frjóan jarðveg hjá fagfólki í tónlist. Stjórnendur tónlistarskólanna hafa tekið henni vel og sýnt áhuga á að senda nemendur og kennara á sérstök námskeið sem raunhæfar er að halda á einum stað, frekar en í hverjum skóla fyrir sig. Nokkur slík námskeið hafa verið haldin og lukkast vel og verða þróuð áfram.  Einnig vann Tóney með Myndlistaskólanum í Reykjavík að verkefni Myndlist-tónlist og er gert ráð fyrir frekari þróun á því sviði.

Samstarf við tónlistarskóla á landsbyggðinni
Hugmynd um þróun nk. fjarkennslu er einn grunnþátturinn í starfi Tóneyjar. Sérkennarar, reyndir hljóðfæraleikarar eða fagmenn heimsækja ákveðin byggðalög í nokkra daga, 2 - 4 sinnum á ári. Þar vinna þeir með staðarkennurum að uppbyggingu námsefnis sem síðan er fylgt eftir af heimamönnum. Sérkennarinn kemur svo aftur og metur stöðu einstakra nemenda og leggur til hvað vinna skuli næsta misserið. Þegar sérkennari hefur farið í nokkur byggðalög er kominn grundvöllur fyrir hóptíma (t.d. langri helgi á Tóney). Þannig má leysa vanda þeirra byggða sem hafa t.d. misst fagkennara eftir langa búsetu og skilið eftir lengra komna nemendur. Einnig má fylla skörð í hljóðfærakennslu sem annars þyrfti að ráða til kennara í heils árs starf. Þetta fyrirkomulag auðveldar nemendum af landsbyggðinni að koma til höfuðborgarinnar til frekara framhaldsnáms.

 

Frístundakortið

Tóney er aðili að frístundakorti Reykjavíkurborgar
Borði